30.9.2011 | 23:16
Hvað voru lögreglumenn að fá.
Vorum lögreglumenn að fá minni launahækkanir en almennt gerðist í almennum kjarasamnigum.?
Lögreglumenn funduðu í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Jónsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem lögreglumenn fengu var sama hækkun og þeir vinirnir Gylfi og Villi E sömdu um fyrir láglaunastéttir landsins. Síðan hafa fjölmargir gengið frá sínum samningum og allir fengið meir, sumir mikið meira. Það er þó ekk þetta sem skiptir máli, heldur hitt að lögreglan hefur orðið eftir miðað við viðmiðunarstéttir sínar í flestum samningum síðan verkfallsbann var afnumið hjá ríkisstarfsmönnum.
Í síðustu tveim til þrem samningum hefur verið frestað að leiðrétta þetta og lofað að sú leiðrétting komi næst. Slíkt gengur ekki.
Þó lögreglan hafi fengið þá hungurlús sem vinirnir skömmtuðu láglaunastéttinni, er nokkuð langt frá því að þeir fái sömu hækkun og aðrir ríkisstarfsmenn, sem gengið hafa frá samningum sínum. Því eykst bilið milli lögreglunnar og annara ríkisstarfsmanna enn meir, eins og það sé orðin regla að það bil skuli aukast við hverja samningsgerð.
Þó þeir vinirnir Gylfi og Villi E hafi ekki getað druslast til að hækka laun láglaunastétta landsins nema um einhverja hungurlús sem engum gagnast, er engin ástæða til að koma svoleiðis fram við lögregluna, eingöngu vegna þess að hún hefur ekki verkfallsrétt.
Skömm vinanna er mikil, en þeir verða að eiga hana fyrir sig. Allir sem samið hafa fram hjá þeim, hafa gert betri samninga og sumir nokkuð betri. Ríkisstarfsmenn sem hafa verkfallsrétt þurfa ekki að treysta á gjafmildi Gylfa og Villa E, þeir vinirnir koma ekki nálægt þeirri samningsgerð. Því hefur þeim ríkisstarfsmönnum sem hafa verkfallsrétt tekist að leiðrétta laun sín betur en verkafólki.
Lögreglan hefur hins vegar ekki verkfallsrétt og því telur ríkið að það geti komið fram við þá með sama hætti og Gylfi og Villi E komu fram við verkalýðinn.
Gunnar Heiðarsson, 1.10.2011 kl. 07:17
Ég held að það sé alveg ljóst að þeir voru ekki að fá nóg, hafið þið reiknað út hvað persónuafsláttur og lágmarkslaun ættu að vera ef þau hyefðu haldið verðtryggingu eins og skuldabréfin?
Jón Svavarsson, 1.10.2011 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.